(Lag: Old maid in the garrett) |
|
|
Það vildi enginn piltur mig faðma forðum daga. |
|
Þeim fannst ég víst of siðprúð, - það er önnur saga. |
|
En þroska hef ég öðlast með ári hverju nýju. |
|
Þau orðin verða bráðlega næstum fjörutíu. |
|
|
|
|
|
að ég enn skuli ógefin vera. |
|
|
Og þessar mínar hendur þær eru undraslyngar |
|
við allra handa krossaum og fínar bróderíngar. |
|
Og ég kann líka sauða- og kúaskinn að skera, |
|
og skó á stórar býfur ég fegin vildi gera. |
|
|
Og sá sem fengist til þess að gefa mér sitt hjarta |
|
um heimanmund minn æti varla að þurfa neitt að kvarta, |
|
því ég á heilar raðir af silfurkaffikönnum |
|
og kristalsglös frá Danmörk og mávastell í hrönnum. |
|
|
Ég á líka mikið safn bæði af kjólum og af kápum, |
|
sem kyrfilega geymt ég hef í mahóníuskápum. |
|
Þær flíkur hafa aldur sinn ágætlega borið. |
|
Ég ýmsar þeirra keypti mér þjóðhátíðarvorið. |
|
|
Já, ef einhver fengist til þess að búa hérna hjá mér |
|
í húsinu mínu góða og ögn af blíðu tjá mér, |
|
hann kvíða þyrfti upp frá ví aldrei neinum raunum, |
|
en yrða jafnan stríðalinn á saltkjöti og baunum. |
|