|
|
Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; |
|
þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. |
|
Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, |
|
svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. |
|
|
Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, |
|
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt er hljótt. |
|
Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, |
|
þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. |
|
|
|
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. |
|
|
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. |
|
|
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér, |
|
|
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. |
|
|
|
|
|
Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; |
|
|
það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð – og við. |
|
|
|
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. |
|
|
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. |
|
|
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér, |
|
|
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. |
|
 | Geiri1 | 22.3.2007 |
| Váá hvað þetta er gott lag |
 | Toggan | 14.8.2006 |
| já sjúklega flott eins og allir eru búnnir að koma á framfæri hérna :P fæ bara ekki nóg af þessu lagi!
|
 | gudda | 12.7.2006 |
| gott lag!!!!!! |
 | doga1 | 29.4.2006 |
| Þetta lag er yndisleg og verður bókað sungið í mínu brúðkaupi
|
 | Óli Sig | 7.1.2006 |
| Enn eitt G-C-D lagið sem slær í gegn |
 | Erla6 | 19.11.2005 |
| Þetta er æðislegt lag! :D |
 | Dizan | 10.10.2005 |
| Þetta er sjúklega flott lag!! |
 | flygill | 8.4.2005 |
| ahh hvað mér líður alltaf vel við að hlusta á þetta yndislega lag.... |
 | Hrönza | 1.3.2005 |
| Ég er með ást af þessu lagi ...:D |
 | Chander_isl | 16.1.2005 |
| Mjög sneddí og gott lag, auðvelt og grípandi |
You must be a registered user to be able to post a message |