Glasð er tómt og ég get ekki meir, |
|
Það er grátlegt hve útlitið er dökkt. |
|
Það er leiðindamál þegar lífsgeislin deyr, |
|
Þegar ljós er í huganum slökkt. |
|
|
|
Fölur og sár hérna fel ég minn harm, |
|
Á meðan fortíðin herjar á mig |
|
Og ég titra og skelf með minn tárvota hvarm |
|
Og tónlistin minnir á þig. |
|
|
|
Ljósið sem skein, þetta logandi bál, |
|
Það er lífið sem ég ekki skil. |
|
Hún er vansæl og aum þessi vonlausa sál |
|
Þar er verst hvað ég finn lítið til. |
|
|
|
Nú fella sín blöð okkar fölnuðu blóm |
|
Og það finnst ekkert skjól fyrir mig. |
|
Þegar sársaukinn vex verður sálin svo tóm. |
|
Jafnvel sorgin hún minnir á þig. |
|
|
|
Ég hugsa um þig þó að vonin er veik |
|
Og ég veit hversu erfitt það er |
|
Því hið andlega ljós sem hér áður var kveikt |
|
Er að eilífu horfið frá mér. |
|
|
|
Fölur og sár hérna fel ég minn harm, |
|
Á meðan fortíðin herjar á mig |
|
Og ég titra og skelf með minn tárvota hvarm |
|
Því tónlistin minnir á þig. |
|
ég titra og skelf með minn tárvota hvarm |
|
Því tónlistin minnir á þig. |
|
|