Bjallan glymur gróft er hennar mál. |
|
Gaggó Vest hefur enga tildursál. |
|
Eins og sést, eins og sést, eins og sést, |
|
þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. |
|
|
|
|
|
Kennarahræin eru kuldaleg í framan |
|
kannski þykir þeim hreint ekki gaman |
|
að vakna í bítið í vetrartíð |
|
til að vitka draugfúlan æskulýð. |
|
|
Bekkjastofur fyllast af bleikum fésum |
|
Bínum og Jónum og Siggum og Drésum |
|
handalögmál og hefðbundin læti |
|
hundskist þið til að fá ykkur sæti. |
|
|
Segðu mér hvaða ár hengdu þeir Krist? |
|
Í hvaða bandi spilar Frans þessi Liszt? |
|
Einn týndi bókinni annar gleymdi að lesa. |
|
Af hverju kallar hann okkur lúsablesa? |
|
|
|
Eins og sést, eins og sést, eins og sést |
|
|
þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. |
|
|
|
gaf mér allt sem reyndist svo best. |
|
|
|
|
|
Nú er kennarafundur um komandi fár |
|
þeir kalla faraldurinn bítlahár. |
|
Frá Lifrapolli ljót berast org, |
|
lýðurinn dansar um stræti og torg. |
|
|
Var ekki nóg að fá tjútt og tvist? |
|
Tæpast flokkast þessi öskur sem list. |
|
Drottinn minn er dansæfing í kvöld? |
|
Djöfullinn sjálfur mun taka hér völd. |
|
|
Allt í einu er Andrés litli orðinn stór |
|
það gera hinir alræmdu bítlaskór. |
|
Hér verður rokkað og rólað um allt |
|
það rennur vatn undir hörund vort kalt. |
|
|
|
Eins og sést, eins og sést, eins og sést |
|
|
þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. |
|
|
|
gaf mér allt sem reyndist svo best. |
|
|
|
|
|
(Talað):Komdu upp að töflunni hvað sem þú heitir |
|
þú minnir á kúk og öfgasveitir. |
|
Af hverju er haus á herðum þínum? |
|
Taktu nú vel eftir orðum mínum: |
|
Þú verður aldrei annað en rukkari, |
|
|
|
|
|
Eins og sést, eins og sést, eins og sést |
|
|
þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. |
|
|
|
gaf mér allt sem reyndist svo best. |
|
|
Ó kennari minn, ég kveð ég þig nú |
|
með kurt og pí og segi I love you. |
|
Ich Liebe dich, Je taime, ég elska þig. |
|
Er nokkur von til þess að þú elskir mig? |
|
|
|
Eins og sést, eins og sést, eins og sést |
|
|
þá er ég alinn upp í Gaggó Vest. |
|
|
|
gaf mér allt sem reyndist svo best. |
|
|
(Viðlag endurtekið út í Fade-out) |
|