(Lag: All kinds of everyting) |
|
|
Fannir í fjöllum, frostrós á skjá. |
|
Fuglar í lofti, fiðrildin smá. |
|
Lindin tær, augun skær ótrúlega blá. |
|
Það er svo ótal margt sem minnir þig á. |
|
|
Stormur sem æðir, stillur um vor. |
|
Slóðir í sandinum, samhliða spor. |
|
Andvarinn, undur létt, leikur við strá. |
|
Það er svo ótal margt sem minnir þig á. |
|
|
|
Vetrarnótt, vorkvöld hljótt, |
|
|
|
ár og daga, alla tíð, ég hugsa til þín. |
|
|
Ljósin sem blika, lágnættið hljótt. |
|
Ærsli og unaður, andvarp um nótt. |
|
Ástarhót, augnaráð, er orðalaust tjá. |
|
Það er svo ótal margt sem minnir þig á. |
|
|