Hér sit ég einn með sjálfstraustið mitt veika, |
|
á svörtum kletti er aldan leikur við. |
|
Á milli skýja tifar tunglið bleika |
|
og trillubátar róa fram á mið. |
|
Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin. |
|
Ó, sestu hjá mér, góði Jesú nú, |
|
því bæði ertu af æðstu ættum runninn |
|
og enginn þekkir Guð betur en þú. |
|
|
Ég veit þú þekkir einnig eðli fjandans |
|
sem alla daga situr fyrir mér. |
|
Og þótt ég tali vart í auðmýkt andans |
|
ber enginn dýpri respekt fyrir þér. |
|
Hvað sem trú vor týndum sauði lofar, |
|
ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn, |
|
mig langar til, er tunglið færist ofar, |
|
að tala við þig eins og bróður minn. |
|
|
En hvern þann sem að hrellir mest og blekkir |
|
heldur fólkið jafnan bestan mann. |
|
Það skyldi engan undra sem að þekkir |
|
eitthvert brot af þessum lífsins rann. |
|
Ó Jesús minn, þótt ég og þú sért firrtur, |
|
og jafnvel hún, sem eitt sinn fæddi þig, |
|
því almennt varstu ekki að góður virtur |
|
og ennþá síður virðir fólkið mig. |
|
|
Og um það mál við aldrei megum kvarta |
|
því uppi á himnum slíkt er kallað suð. |
|
En ósköp skrýtið er að eiga hjarta |
|
sem ekki fær að tala við sinn guð. |
|
Hver síðastur þú sagðir yrði fyrstur, |
|
en svona varð nú endirinn með þig. |
|
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur, |
|
hvað gera þeir við ræfil eins og mig? |
|
|
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur, |
|
hvað gera þeir við ræfil eins og mig? |
|