|
|
Sjálfsagt hafa sumir fengið sumarkaupið greitt |
|
en þeir sem eru minni máttar mega sín aldrei neitt |
|
Nú er illt í ári og ekki bein úr sjó |
|
kominn kaldur vetur sem kyngir niður snjó. |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Eins og allir vita hafa atvinnulausir menn |
|
leitað á náðir bæjarins og leita þangað enn |
|
Bærinn aumkast yfir þá sem ekki hafa nóg |
|
og bæjarstjórinn segir með borgaralegri ró: |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Sé bankastjórinn beðinn um björg í þungri raun |
|
þá segir hann að bærinn borgi bestu vinnulaun |
|
Alltaf snjói og alltaf sé atvinna meiri en nóg |
|
strýkur bankaseðla sína og segir með kaldri ró. |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
|
|
Eilíft iðjuleysi er allra þyngsta raun |
|
Enda nóg um atvinnu þó engin fái laun |
|
Bæjarstjórinn stýrir þessu stéttarmokstri vel |
|
er moka moka moka moka moka sig í hel. |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|
|
Mokið, (mokið), mokið, (mokið) |
|
|