|
|
Úfinn sjór, eins og á orgel væri leikið, |
|
freyðandi aldan hélt í eykið. |
|
Kólgubakkinn reis og hneig, |
|
í fjörunni aldan var feig. |
|
|
Nakinn ég stóð undir himninum, |
|
grátandi rigning í sandinum. |
|
Villt skýin lutu engri stjórn, |
|
Ægi færðu tár sín að fórn. |
|
|
Ég gekk og horfði í spegil fljótsins, |
|
í straumnum augun léku sér. |
|
Fljótið rann í átt til hafsins, |
|
augunum gleymdi að skila mér. |
|
|
|
|
Þú tapaðir öllu, köld og sár, |
|
of stolt til að öskra eða fella tár. |
|
Systur þínar fölar, rauluðu svangar, |
|
börnin hlógu eins og dæmdir fangar. |
|
|
Seinustu laufin féllu frá trjánum, |
|
vindurinn kyssti þau, krjúpandi á hnjánum. |
|
Fljótið það kallaði, þoldi enga bið, |
|
ég vissi að ég yrði að snúa við. |
|
|
Hryggur ég spurði spegil fljótsins, |
|
er þetta ég eða þorpsins álfur. |
|
Ekkert svar það rann í átt til hafsins, |
|
eins og ljúfur, hljóður sálmur |
|
|
|
|
(Glöggir spilarar mega vita að talsvert ósamræmi er í texta lagsins á vefsíðu |
|
|
höfundar og síðan á upptöku lagsins á plötunni -Blús fyrir Rikka-. Ég geri því ráð |
|
|
fyrir að textinn á heimasíðu Bubba sé honum þóknanlegri í dag en það sem hann söng |
|
|
|