Ennþá man ég hvar við mættumst fyrsta sinn |
|
Minning um það vermir ennþá huga minn |
|
Það var kvöld í maí og kyrrð í bæ |
|
Er við gengum saman út með sæ |
|
|
|
Meðan kvöldroðinn kyssti haf og land |
|
Kysstu litlu öldurnar bláan fjörusand |
|
Litla lækinn við, um lágnættið, |
|
Okkar fyrsta kossi kysstumst við |
|
|
|
|
Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum |
|
|
Og enga lít ég fegurri en þig |
|
Ég minnist þess hve ótal, ótal sinnum |
|
Þín augu litu töfrandi á mig |
|
|
|
Er stjörnublik í bláum himingeimi |
|
Á bláma þinna augna minna þær |
|
Sú kona til er ekki í öllum heimi |
|
Sem orðið gæti mér jafn ljúf og kær |
|
|
|
|
Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum |
|
|
Og enga lít ég fegurri en þig |
|
Ég minnist þess hve ótal, ótal sinnum |
|
Þín augu litu töfrandi á mig |
|
|