Gölli hann var einn af okkur peyjum |
|
sem aldrei kannski rétta strikið fann. |
|
Fæddur var og uppalinn í Eyjum |
|
og ekki var nú mulið undir hann |
|
og ekki var nú mulið undir hann |
|
|
Fimmtán ára af flestum peyjum bar hann |
|
þeir fundust ekki klárari til sjós. |
|
Af aflakóngum eftirsóttur var hann |
|
sem afbragðsmaður hlaut hann þökk og hrós. |
|
sem afbragðsmaður hlaut hann þökk og hrós. |
|
|
Á meðan aðrir innandyra dvöldu |
|
og dreymdu um frægð í Cambridge eða Voss |
|
hans skóli var hjá útsynningi og öldu |
|
og oft á tíðum hlaut hann blautan koss. |
|
og oft á tíðum hlaut hann blautan koss. |
|
|
En stundum verður för um sæinn solli |
|
svo leiðis að tvísýnt er um land |
|
þá trúi ég að þeir taki úr sér hrollinn |
|
og tæmi eina flösku svona í bland. |
|
og tæmi eina flösku svona í bland. |
|
|
|
Þó þeir væru að segja sem sjálfir eitt sinn deyja |
|
|
hve svakalegur værir þú ó Gölli Valdason |
|
|
þá vil ég bara segja að sumir ættu að þegja |
|
|
það saknar þeirra enginn ó Gölli Valdason |
|
|
Þó hann færi að þjóra meira og meira |
|
og þó hann væri alltaf til í splæs |
|
ef út á miðin kallinn vildi keyra |
|
þá kom hann Gölli strax við fyrsta ræs. |
|
þá kom hann Gölli strax við fyrsta ræs. |
|
|
Við gogginn var hann feiknalega fimur |
|
þeir flutu ekki margir aftur með |
|
í úrvinnslunni öllum meiri limur |
|
og úthaldið var fáum einum léð. |
|
og úthaldið var fáum einum léð. |
|
|
Og alltaf var hann Gölli í ekta skapi |
|
og í átján stiga gaddi er kalt á sjó |
|
berhentur hann buslaði í krapi |
|
og bara tók í vörina og hló. |
|
og bara tók í vörina og hló. |
|
|
Í landlegunni víða flæktist fullur |
|
og fjúka lét þá orðin laus við tafs |
|
til þeirra’ er töldu hvern þann byttu og bullu |
|
er blotnað hafði í fleiru en drafi hafs. |
|
er blotnað hafði í fleiru en drafi hafs. |
|
|
|
Þó þeir væru að segja sem sjálfir eitt sinn deyja |
|
|
hve svakalegur værir þú ó Gölli Valdason |
|
|
þá vil ég bara segja að sumir ættu að þegja |
|
|
það saknar þeirra enginn ó Gölli Valdason |
|
|
Já það var satt þeir sendu honum mínu |
|
sem sjálfir aldrei sprændu á þorskaslóð |
|
því hann var ekki einn af þessum fínu |
|
sem eiga sitt á þurru í sparisjóð. |
|
sem eiga sitt á þurru í sparisjóð. |
|
|
En þeir sem aldrei girntust glasasyndir |
|
en göfugmennsku tigna allra mest |
|
þeir ættu’ að sýna sínar sálarmyndir |
|
og svo skulum við dæma hverjum ferst. |
|
og svo skulum við dæma hverjum ferst. |
|
|
Og seinna þegar hinstu skuggar skella |
|
og skola Gölla upp til næsta lands |
|
þá ætla ég á leiði hans að hella |
|
úr heilli, því að ég mun sakna hans. |
|
úr heilli, því að ég mun sakna hans. |
|