Bátarnir á firðinum í logni lögðu rák. |
|
Ein lítil alda strauk um fjörustein. |
|
Við þeystum út í sólskinið á fjaðurmagna fák. |
|
Í fögnuð vors og blóma tvö og ein |
|
Og blærinn strauk um rjóða kinn og lék um ljósa lokka. |
|
Og lífið brosti okkur við Í gleði og yndisþokka. |
|
Við þeystum út í sólskinið á fjaðurmagna fák. |
|
Í fögnuð vors og blóma tvö og ein. |
|
|
|
Í djúpum smárahvammi við áðum eina stund. |
|
En engum segjum við hvað gerðist þar. |
|
Þú manst það eflaust góða, að eftir þennan fund |
|
vor ást til æviloka stofnuð var. |
|
Spóinn vallí mýrinni, í kjarri þrestir þutu. |
|
Og þeir sem við í sumarblíðu lífs og ástar nutu. |
|
Í djúpum smárahvammi við áðum eina stund. |
|
En engum segjum við hvað gerðist þar. |
|
|