Siggi var úti með ærnar í haga, |
|
allar stukku þær suður í mó. |
|
Smeykur um holtin var hann að vaga, |
|
vissi' hann að lágfóta dældirnar smó. |
|
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti. |
|
|
Greyið hann Siggi, hann þorir ekki heim. |
|
|
Aumingja Siggi var hreint engin hetja, |
|
hélt hann að lágfóta gerði sér mein, |
|
inn undir bakkana sig vildi' hann setja, |
|
svo skreið hann lafhræddur upp undir stein. |
|
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Undi svo víða sá ómurinn ljóti |
|
|
ærnar að stukku sem hundeltar heim. |
|
|
Þá tók hann Siggi til fóta sem fljótast, |
|
flaug hann sem vindur um urðir og stall. |
|
Tófan var alein þar eftir að skjótast, |
|
ólukku kindin, hún þaut upp í fjall. |
|
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Gagg, gagg, gagg, gaggar tófan í grjóti. |
|
|
Trúi' ég af augum hans tárperlur hrjóti, |
|
|
titrandi' er kom hann á kvíarnar heim. |
|