Ég langömmu á sem að létt er í lund. |
|
Hún leikur á gítar hverja einustu stund. |
|
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag, |
|
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag. |
|
|
Og dag einn er kviknaði í húsinu þar |
|
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að |
|
og eldurinn logaði um glugga og göng |
|
sat sú gamla upp á þaki og spilaði og söng. |
|
|
Með Súðinni var hún, er sigldi’ hún í strand, |
|
með síðasta skipsbátnum komst hún í land, |
|
í svellandi brimi var sjóleiðin löng, |
|
sat sú gamla í skutnum og spilaði og söng. |
|
|
Og þegar hún keyrði um Kamba eitt sinn |
|
úr kömbunum valt ofan í urð bifreiðin. |
|
Þar enduðu bílstjórans ævinnar göng, |
|
en amma slapp lifandi og spilaði og söng. |
|
|
Einn dag er hún gat ekki húsnæðið greitt |
|
og hún varð að flytja, það fannst mörgum leitt |
|
Hún fékk sér þá bíl, því leiðin var löng |
|
og látlaust hún spilaði á gítar og söng |
|
|
En nú er hún amma mín liðin á braut, |
|
liðin í burtu frá sorgum og þraut. |
|
Ég gekk eitt sinn þangað, sem greftruð hún var, |
|
frá gröfinni heyrði ég að ómaði lag. |
|