|
|
|
Gamli góði vinur, glaðir gengum við oft forðum, |
|
|
en við gátum líka skiptst á grát og grimmdarorðum. |
|
|
Þú varst ekki betri en ég, uppátækin furðuleg, |
|
|
og eftir skólaár við héldum hvor sinn veg. |
|
|
| |
Út í kaldlynd hversdagsstríð, |
|
| |
kepptum við af krafti um hríð, |
|
| |
að sama marki gegnum áralanga tíð. |
|
|
|
Gamli góði vinur nú er gróið yfir sporin, |
|
|
með Sjenna bróður sem við gengum oft á vorin. |
|
|
Ég slæ ei lengur á þitt bak, við látum duga handartak. |
|
|
Við þykjumst vera orðnir menn og engum háðir. |
|
|
| |
En þegar vínið vermir sál |
|
| |
við tölum ennþá sama mál, |
|
| |
þó er það af sem áður var við vitum báðir. |
|
|
|
Gamli góði vinur enginn greinir lengur brosið, |
|
|
er það ofaní dagsins gráma orðið frosið? |
|
|
Þú varst ekki betri en ég, uppátækin furðuleg. |
|
|
Og eftir skólaár við héldum hvor sinn veg... |
|
|
|
|
|