Einu sinni í ættborg Davíðs |
|
ofur hrörlegt fjárhús var. |
|
Fátæk móðir litverp lagði |
|
|
Móðir sú var meyjan hrein, |
|
mjúkhent reifum vafði svein. |
|
|
Kom frá hæðum hingað niður |
|
hann sem Guð og Drottinn er. |
|
Jatan varð hans vaggan fyrsta, |
|
vesælt skýli kaus hann sér. |
|
Snauðra gekk hann meðal manna, |
|
myrkrið þekkti' ei ljósið sanna. |
|
|
Móður blíðri barnið helga |
|
|
hlýðni sýndi' og virðing veitti, |
|
vann það starf er fyrir lá. |
|
Kristin börn í bernskurann |
|
breyta vilja eins og hann. |
|
|
Æska hans var æsku vorrar |
|
æðst og sönnust fyrirmynd. |
|
Hann var lítill, óx með aldri, |
|
|
Hann því skilur hryggð í geði, |
|
hann er með í leik og gleði. |
|
|
Loks vér sjá hann fáum frelsuð |
|
fyr' hans blóð og sáttargjörð. |
|
Því það barn, svo blítt og hlýðið, |
|
ber nú allt á himni' og jörð, |
|
börn sín leiðir áfram öll |
|
upp til sín í dýrðarhöll. |
|
|
|
|
Við Guðs hægri hönd hann situr, |
|
hann þar fáum vér að sjá, |
|
er við stól Guðs standa glöð |
|
stjörnum lík hans börn í röð. |
|
|