Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Í dag er glatt í döprum hjörtum

Song composer: W. A. Mozart
Lyrics author: Valdimar Briem


Í dag er glatt í döprum hjörtum
því Drottins ljóma jól.
Úr niða myrkrum nætursvörtum
upp náðar rennur sól.
Er vetrar geisar stormur stríður
þá stendur hjá oss friðarengill blíður.
Og þegar ljósið dagsins dvín
:,:oss Drottins birta kringum skín. :,:
Oss öllum mikinn fögnuð flytur
sá friðarengill skær:
„Sá Guð er hæst á himni situr
er hér á jörð oss nær,
sá Guð, er ræður himni háum
hann hvílir nú í dýrastalli lágum,
sá Guð er öll á himins hnoss
:,:varð hold á jörð og býr með oss.“:,:
Ó, dýrð sé þér í hæstum hæðum,
er hingað komst á jörð.
Á meðan lifir líf í æðum
þig lofar öll þín hjörð.
Á meðan tungan má sig hræra,
á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra,
hvert andartak, hvert æðarslag
:,:Guðs englar syngi dýrðarlag. :,:



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message