Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Kveðjustund



Ó vertu sæll ég kveð þig kæri vinur
klökk af þrá ég bið þig gleymdu mér.
Vertu sæll við sjáumst aldrei aldrei, aldrei á ný
því ást mín er horfin með þér.
Ég aldrei framar elska mun neinn annan
eilífð þrá í huga mínum er.
Ó vertu sæll um eilífð elsku vinur
og ást mín er horfin með þér.
Þegar sól er sest á bak við fjöllin
sérhvert kvöld þá hugsa ég til þín.
Minningin hún lifir þó að annað hverfi mér allt
það eina er huggunin mín.
Kveðju mína kvöldsólin þér færi
kossinn minn í geislum hennar er.
Ó vertu sæll um eilífð elsku vinur
og ást mín er horfin með þér.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message