Nú er ég, vinir góðir, alveg hreint í spreng |
|
af ástarþrá og gleði. Í sæluvímu geng. |
|
Því ég er trúlofaður. Hún heitir Botnía |
|
eftir gömlum ryðkláf en ég elska hana fyrir það. |
|
|
|
Hún er svo sæt, tra la la |
|
og hreint ágæt, tra la la |
|
Við munum eiga mjög saman. |
|
|
|
|
Hún Botnía er besti kvenkosturinn hér |
|
og blíðust allra meyja. Á fimmtugsaldri er. |
|
Brosið hennar er svo undurblítt og varmt. |
|
Ja, hún er jú alveg tannlaus en ég elska hana samt. |
|
|
|
|
Á augun hennar guðdómlegu dreg ég enga dul |
|
hve dásamleg þau eru ja, þótt þau séu gul. |
|
Hið fagra hár er rysjótt og felur ekki nóg |
|
fölblá asnaeyru, en ég elska hana þó. |
|
|
|
|
Þótt bólugrafin sé hún, þá bætir það úr skák, |
|
að barmur hennar er sko alls ekki neitt kák, |
|
og hasarkroppur er hún og veit ekki sitt vamm. |
|
Ja, hún vegur meira en 300 pund, en ég elska sérhvert gramm. |
|
|
|
|
Í bílnum sínum bauð hún mér upp í Mosfellssveit, |
|
en bágt átti hún með sig, því ástin var svo heit. |
|
Hún kyssti mig "á hundrað" og keyrði út í mó |
|
í klessu o'ní skurð, en ég elska hana þó. |
|
|
|
|
En verst var þó að Botnía valt ofan á mig. |
|
Ég var að kafna. Hún spurði hvort ég vildi eiga sig. |
|
Þá varð það mér til lífs, að ég varð að segja „já“ |
|
Ja, vert er þess að geta, að hún eignir miklar á. |
|
|
|
Of flottan Ford hún lét mig fá |
|
minn forna draum og æðstu þrá. |
|
Við munum eiga mjög vel saman, |
|
mikið óskaplega er gaman, |
|
að komast nú á flotta lúxus skruggu kerru. |
|