|
|
Mörg er sú plágan er þjakar mann, sem býr í borg, |
|
brjótandi niður hans sálu og kropp, |
|
þar er vafstur og amstur og eilíft ráp um stræti og torg, |
|
aldrei þar verður á jaginu stopp. |
|
|
|
Betra' er á fjöllum konum og körlum, |
|
koma þau öllum að nýju í lag. |
|
Vistin á öræfum eykur fjör og styrkir þrótt. |
|
Öræfin skulum við gista í nótt. |
|
|
Vinnirðu' á skrifstofu daginn út og daginn inn, |
|
doðranta fyllandi, stóra og smá, |
|
hundleiður orðinn á öllu þessu auminginn, |
|
aktu til fjalla og þá muntu sjá, að |
|
|
|
|
Ef að þú kunningi leiður ert á lífinu, |
|
löngun öll biluð og taugarnar með |
|
rífðu þig upp úr amstrinu og kífinu, |
|
æddu til fjalla, þá geturðu séð, að |
|
|
|