Vaðandi í villu ég leitaði þín langt yfir skammt |
|
og þegar ég lít um öxl er eins og þar sé ekkert að sjá. |
|
Ég fékk mér vænan sopa eða tvo en vínið var rammt |
|
vörubíll dúkkaði upp Þú varst aftaná. |
|
|
|
|
er ba ba bara ég ég og þú, |
|
|
|
|
Við skeggræddum lengi, og skulfum því veðrið var svalt, |
|
sem að skiptir ekki máli og bílstjórinn skipti um gír. |
|
Þú lagðist í fang mér mig langaði að segja þér allt |
|
sem lá mér svo þungt á hjarta líkt og gaddavír. |
|
|
|
|
Pulsa í sjoppu, ekkert sinnep til |
|
olía og póló, pissað oní gil. |
|
Aftur upp á pallinn og aftur af stað, |
|
ég tillti mér á Tímann og tveggja vikna gamalt Morgunblað. |
|
|
Stundum er erfitt hugsunum að breyta í orð |
|
og það var óvenju snúið einmitt þessa nótt |
|
En fyrr en mig varði framdi ég einskonar morð |
|
á feimninni sem mig hrjáði megi hún hvíla rótt! |
|