Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ég heyri raddir



Í þessum kulda finn ég ekki lengur fyrir,
finn ég ekki fyrir leiða,
finn ég ekki fyrir því
við gátum alltaf fundið nýjar leiðir,
nýja leiki, nýja möguleika,
sem við nýttum okkur betur.
Við sátum saman uppi á þaki, horfðum yfir,
borgin blasti við;
það var sól og útsýn yfir.
Tvær dúfur flugu hátt,
þær sáu okkur ekki,
en mig langaði að fljúga með þeim,
langaði að berast með.
            Ég vildi fljúga líka
            en átti enga vængi.
            Ég heyrði skrýtnar raddir,
            sem sögðu mér að stökkva.
            Ég heyri raddir, 
            þær syngja samtaka allar saman.
            Þær eru margar
            syngja samtaka allar saman
            Og sífellt fleiri
            syngja samtaka allar saman.
Ég flaug á eftir,
skeytti engu,
þeyttist áfram.
Það kom stór skellur,
fyrr en varði kominn niður.
Lá þar grafkyrr;
sagði ekki neitt,
mundi ekki eftir því sem gerðist fyrr en þá.
En löngu seinna,
það var komið fram í mars.
Ég lá ennþá upp'í rúmi
var að skoða gömul blöð.
Það kom engin frænka
með sælgæti í poka,
bara einn í rúmi,
horfa á loftið, 
telja tær.
            Ég vildi fljúga líka 
            en átti enga vængi.
            Ég heyrði skrýtnar raddir,
            sem sögðu mér að stökkva.
            Ég heyri raddir...
Þú reyndir hvað þú gast
að fljúga út í buskann.
Hélst að það væri ekkert mál
bara eins og fuglinn.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message