Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Stormsker

Song composer: Sverrir Stormsker
Lyrics author: Sverrir Stormsker


Ó, hér á Íslandi er ekki líft,
hérna er allt svo fjandi primitíft.
Hér vantar bjór í krús,
hér vantar hóruhús,
frjálsræði, sjálfræði, valfrelsi.
Allt er dautt, gleðisnautt.  
Ég sér rautt.
Ó, þetta sker er alveg ægilegt,
það er með ólíkindum hlægilegt.
Já, það er verra en slæmt,
já, það er dauðadæmt,
bjánalegt, fánalegt, fáránlegt,
very bad, algjört frat, 
rokrassgat..
            Og hér er ávallt vetur eða haust,
            já, þetta land er sólarlaust.
            Ég bið það sökkvi í haf,
            ég bið það sökkvi í kaf
            og vona að enginn komist af.
Já, fari þetta sker til skaparans,
það er jú auðþekkt handbragð Andskotans.
Hér er allt út í hött, 
farið í hund og kött.
Kallatal, kvennamal, heimskuhjal,
froðusnakk, skítapakk, 
ullabjakk.
Steinrunnir hundar fá í hendur vald,
hér ríkir heimska, þröngsýni og afturhald.
Við komum því í kring:
við kjósum kát á þing
enn einn hring, vitleysing, vitfirring,
brjálæðing, fáráðling, 
Íslending
Ó, hérna er við öllu blákalt bann,
hér eru boð en ekkert val,
hver maður spinnegal,
enginn er líberal.
Já, hérna veður uppi al-
vitlaust hjal.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message