Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Út úr sýn



Húsið er tveggja hæða
hjónin eig' allt sem þau dreymdi um.
Kallinn er út' að græða
meðan hún er ein með tækjunum.
Vélar, sem vinna betur,
hún er vitlaus í að nota þær.
Sífellt í gang hún setur
og fær sælustrauma niðr' í tær.
            Hún er út úr sýn, alein heima.
            Öllum klóm er stungið í,
            framin vélarbrögð fram og aftur.
            Friðþægingu fær með því. óóó
            Friðþægingu fær með því.
Gangsett, og tólin titra.
Tækjafýsnin fer um hennar skrokk.
Glennir upp, augun glitra
er hún gamnar sér við tölvustrokk.
Daglangt er öll á iði
því hún elskar að fá í sig stuð. ó
Frúin vill ver' í friði,
hún er frekar orðin rafmögnuð.
            Hún er út úr sýn...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message