Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Lorelei

Song composer: Friedrich Silcher


Ég veit ekki af hvers konar völdum
svo viknandi dapur ég er
ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér
Það húmar og hljóðlega rennur
í hægviðri straumfögur Rín
hinn ljósgullni bjartindur brennur,
þar vlíðust kvöldsólin skín.
Þar efst situr ungmey á gnúpi
með andlitið töfrandi frítt
og greiðir í glitklæða hjúpi
sitt gullhár furðu sítt.
Með gullkamb hún kemir sér lengi
og kveður með annarlegt slag,
svo voldugt að við stenst engi,
sitt vilta sorgarlag.
Og farmaður harmblíðu hrifinn
þá hlustar, svo varúið þver,
hann lítur ei löðrandi rifin,
en ljúft til hæða sér
Um fleyið og farmann er haldið
að fjótsaldan hvolfdi þeim ströng
og því hefir Lórelei valdfið
með leiðslu-töfrasöng.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message