| Bakari eða kaupmaður, bílstjóri eða róni, |
|
|
bankastjóri, sjóari, kurteis eða dóni, |
|
|
sóknarprestur, sölumaður, sauðskur eða vitur, |
|
|
ég sit hér ein í jómfrúrdómi, angurvær og bitur. |
|
|
Yngri systur mína allir strákar dáðu. |
|
Þeir eltu hana á röndum en kærleik minn þeir smáðu. |
|
Ég vakti, og ég bað og ég vonaði það besta, |
|
en vonin mín er dáin, og það er bölið mesta. |
|
|
|
|
Og eldri systir mín, þessi ófríða og skakka, |
|
átján ára giftist og fór að eiga krakka. |
|
Þó ég sé ekkert djásn, þá var ég vissulega skárri. |
|
Það velur mér svo dapurri tilfinningu og sárri. |
|
|
|
|
Og engin mun svo friðsöm og undirgefin vera. |
|
Og allt, sem honum þóknast, það mun hann fá að gera. |
|
Og aldrei mun ég rífast, og aldrei skal ég slá hann, |
|
en elska hann og tilbiðja, bara ef ég má fá hann. |
|
|
|