Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Söngur rosknu heimasætunnar



            Bakari eða kaupmaður, bílstjóri eða róni,
            bankastjóri, sjóari, kurteis eða dóni,
            sóknarprestur, sölumaður, sauðskur eða vitur,
            ég sit hér ein í jómfrúrdómi, angurvær og bitur.
Yngri systur mína allir strákar dáðu.
Þeir eltu hana á röndum en kærleik minn þeir smáðu.
Ég vakti, og ég bað og ég vonaði það besta,
en vonin mín er dáin, og það er bölið mesta.
            Bakari eða kaupmaður...
Og eldri systir mín, þessi ófríða og skakka,
átján ára giftist og fór að eiga krakka.
Þó ég sé ekkert djásn, þá var ég vissulega skárri.
Það velur mér svo dapurri tilfinningu og sárri.
            Bakari eða kaupmaður...
Og engin mun svo friðsöm og undirgefin vera.
Og allt, sem honum þóknast, það mun hann fá að gera.
Og aldrei mun ég rífast, og aldrei skal ég slá hann,
en elska hann og tilbiðja, bara ef ég má fá hann.
            Bakari eða kaupmaður...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message