Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt. |
|
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt. |
|
Og með sama áframhaldi við, sjáum fram á það |
|
hvernig sífellt undanhaldið herðir að. |
|
|
Það má enginn nota neitt í úðabrúsum |
|
því að ósonlagið hverfur víst við það |
|
kannski leitum við í framtíðinni að lúsum |
|
það er liðin tíð að maður fari í bað. |
|
|
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt |
|
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt. |
|
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum það |
|
hvernig sífellt undanhaldið herðir að. |
|
|
Borgarlífið verður innan tíðar bannað |
|
og með berum höndum vinna menn sitt starf. |
|
Mér finnst ótrúlegt að nokkur geti annað |
|
en að undrast þetta hraða afturhvarf. |
|
|
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt |
|
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt. |
|
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum það |
|
hvernig sífellt undanhaldið herðir að |
|
|
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt |
|
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt. |
|
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum það |
|
hvernig sífellt undanhaldið herðir að. |
|
|