Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Umhverfisljóð

Song composer: Virus og bakterier
Lyrics author: Jón Bjarnason


Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt.
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt.
Og með sama áframhaldi við, sjáum fram á það
hvernig sífellt undanhaldið herðir að.
Það má enginn nota neitt í úðabrúsum
því að ósonlagið hverfur víst við það
kannski leitum við í framtíðinni að lúsum
það er liðin tíð að maður fari í bað.
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt.
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum  það
hvernig sífellt undanhaldið herðir að.
Borgarlífið verður innan tíðar bannað
og með berum höndum  vinna menn sitt starf.
Mér finnst ótrúlegt að nokkur geti annað
en að undrast þetta hraða afturhvarf.
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt.
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum  það
hvernig sífellt undanhaldið herðir að
Það er umhverfisvænt þetta, það er umhverfisvænt hitt
Það má ekki nokkur maður hafa í friði draslið sitt.
Og með sama áframhaldi sannarlega finnum  það
hvernig sífellt undanhaldið herðir að.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message