Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Út og suður

Song composer: Helgi E. Kristjánsson
Lyrics author: Jón Bjarnason


Út og suður ætlum við
eltumst þar við sólskinið
syngjum ítalskar aríur efalaust góðar
vekjum unað og ást heillar þjóðar.
Þar er allan ársins hring
eilíft næturhrafnaþing.
gerið klárt því við komum, það kraumar og suðar
í okkur kraftur og kolbrjálað stuð.
Hér er kalt á klakanum myrkur og drungi
já, svo kalt og svo dimmt að í mánuði sést ekki sól.
Og það leggst á sálina lamandi þungi
það er lélegt að hírast hér vetrarlangt norður við pól.
Út og suður ætlum við
eltumst þar við sólskinið
syngjum ítalskar aríur efalaust góðar
vekjum unað og ást heillar þjóðar.
Þar er allan ársins hring
eilíft næturhrafnaþing.
gerið klárt því við komum, það kraumar og suðar
í okkur kraftur og kolbrjálað stuð.
sóló
Hér er kalt á klakanum myrkur og drungi
já, svo kalt og svo dimmt að í mánuði sést ekki sól.
Og það leggst á sálina lamandi þungi
það er lélegt að hírast hér vetrarlangt norður við pól.
Út og suður ætlum við
eltumst þar við sólskinið.
Gerið klárt því við komum, það kraumar og suðar
í okkur kraftur og kolbrjálað stuð.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message