(Söngur ræningjanna úr Kardemommubænum) |
|
|
Við læðumst hægt um laut og gil og leyndar þræðum götur, |
|
á hærusekki heldur einn, en hinir bera fötur. |
|
Að ræna' er best um blakka nótt, |
|
|
Þó tökum við aldregi of eða van, |
|
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. |
|
|
Í bakarí við brjótumst inn, en bara lítið tökum, |
|
tólf dvergsmá brauð, sex dropaglös og dálítið af kökum. |
|
|
|
Þó tökum við aldregi of eða van, |
|
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. |
|
|
Hjá slátraranum finnst það flest, sem freistar svangra gesta, |
|
við þurfum líka ljónamat og lifur er það besta. |
|
Af rifjasteik við tökum toll, |
|
þrjár tungur og svo bringukoll. |
|
Þó tökum við aldregi of eða van, |
|
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. |
|