Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Við sundin blá

Song composer: Þórður Pétursson


Hvort manstu vinur öll vorin okkar forðum
hjá vík og sundum margt kvöld í draumi leið.
Við gengum þögul og heyrðum sæinn syngja
við sandinn kvæðið um það sem okkar beið.
Og vafinn töfrum í vitund okkar beggja
sú veröld sýndist en yfir skugga bar
því leiðir skildust og bernskan er að baki
en bylgjan kveður þó enn um það sem var.
Solo
Því skulum við ganga saman út að sænum
er sólin logar við hafsins ystu rönd
og hlusta á ölduna kátt við sandinn kliða
í kvöld, sem forðum, við leiðumst hönd í hönd.
Í ungum brjóstum við ólum fagrar vonir
sem eigi rættust en söm er okkar þrá
að njóta æskunnar unaðssælu stunda
í ást og friði við sundin draumablá.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message