Hvort manstu vinur öll vorin okkar forðum |
|
hjá vík og sundum margt kvöld í draumi leið. |
|
Við gengum þögul og heyrðum sæinn syngja |
|
við sandinn kvæðið um það sem okkar beið. |
|
|
Og vafinn töfrum í vitund okkar beggja |
|
sú veröld sýndist en yfir skugga bar |
|
því leiðir skildust og bernskan er að baki |
|
en bylgjan kveður þó enn um það sem var. |
|
|
|
|
Því skulum við ganga saman út að sænum |
|
er sólin logar við hafsins ystu rönd |
|
og hlusta á ölduna kátt við sandinn kliða |
|
í kvöld, sem forðum, við leiðumst hönd í hönd. |
|
|
Í ungum brjóstum við ólum fagrar vonir |
|
sem eigi rættust en söm er okkar þrá |
|
að njóta æskunnar unaðssælu stunda |
|
í ást og friði við sundin draumablá. |
|
|