Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Við erum á sterum

Song composer: Helgi E. Kristjánsson
Lyrics author: Jón Bjarnason


Mér finnst ég svo fallegur núna
fullur af afli og lipur,
á kroppinn minn kraftmikla, brúna
er kominn allt annar svipur.
Það gerðust sko aldeilis undur
allt sem var visið og rýrt
teygðist og tútnaði sundur
svo tæpast fá nokkur orð skýrt.
            Við erum á sterum,
            á sterunum við erum.
            Við erum á sterum,
            já erum á sterum
En skapið það skánaði ekki
og skynsemin minnkaði heldur
þröngsýnislið,  sem ég þekki,
er þrasandi um hvað veldur.
Ætli það megi' ekki masa
og míga í tilraunaglös. 
Ég fæst ekki um þessháttar frasa
er farinn  og blæs ekki úr  nös.
            Við erum á sterum...
Það harðnar samt heldur í ári
svo heldur mun kvikna á perum,
því alveg ferlegur fjári
fylgir víst með þessum sterum.
Ef klofdýr, sem liðlega leika
leggjast í alsherjar dá
og konurnar langar á kreika
já hvað gera  ofurmenn þá.
            Við erum á sterum...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message