Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Vélkonan

Song composer: Shel Silverstein


Eitt sinn ég elskaði stúlku
með augu sem bláasta haf
en hún gerði mér afleita glennu
já með glæstari manni stakk af.
 
En ég sem er lipur og laginn
finn lausnir á hverju sem er.
Ég var ekki í vandræðum lengi,
en vélkonu smíðaði mér.
            Með hendur úr járni og höfuðið plast
            herðar og mjaðmir er vírar og bast
            leggir úr rörum, með lömum þau tengd
            hún er liprasta ástkona í reynd.
Hún er líka alltaf til staðar
og auðveld í lund þetta grey
já ekki er hún erfið á fóðrum
þarf olíu rafmagn og hey.
Svo kveinar hún aldrei og kvartar
hún er karlmannsins almesta happ
því hvert sinn sem löngunin lifnar
er langbest að ýta á hnapp
            Með hendur úr járni...
Svo skiptir hún aldrei um skoðun
það var skynsamlegt hönnunartrix
og gangverkið kvartsdrifin klukka
þessi kona er heilalaust mix
Hún uppfyllti djörfustu drauma
uns dag einn var allt orðið breytt
þá stökk hún í burtu með brauðrist
ég var bitur og skildi ekki neitt
            Með hendur úr járni...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message