Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Örlög mín

Lyrics author: Jóhanna G. Erlingson


Það urðu örlög mín
aldrei að mega njóta þín,
hrynja af hvörmum tár,
hann sem ég unni er kaldur nár.
Hvergi finnst huggun nein
harma ég sárt minn unga svein.
Breiði ég brúðarlín
á beð minn í nótt og vænti þín.
            Okkar ást var svo ung og hrein,
            ást, sem dauðinn ei unnið gat mein.
Svo þegar svefninn vær
sígur á brá, þá kemur þú nær.
Saman frá sorg og þraut
svífum við burt á geislabraut.
            Okkar ást var svo ung og hrein,
            ást, sem dauðinn ei unnið gat mein.
Í draumi ég dvel þér hjá
draumurinn er nú allt sem ég á.
Það urðu örlög mín
aldrei að mega njóta þín.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message