Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Það er alltaf smuga

Song composer: Helgi E. Kristjánsson
Lyrics author: Jón Bjarnason


Fáum mun finnast til bóta
að fiska' upp í minnkandi kvóta,
og sjómenn sem hafa' ekki' í hyggju
að húka bundnir við bryggju
rýna í reglur og kladda
og reyna að finna þar gat,
þótt almennt menn éti sig sadda
er þetta spurning um mat.
            Það er alltaf smuga
            örlítil smuga
            sem ætti að duga
            það er alltaf smuga.
Margt er nú skondið og skrítið
þó skemmtanalífið sé lítið,
að bíða bundinn við mastur
báturinn strandaður, fastur.
Í háloftin hugurinn leitar,
hrindir burt kveljandi geig.
Bænirnar brennandi heitar,
bara að þyrlan sé fleyg.
            Það er alltaf smuga...
Sjóarinn heldur að heiman
og heldur að Guð muni geym'ann.
Í kögglum er rjúkandi kraftur
þó koma' ekki einhverjir aftur.
En ólgandi blóð er í æðum
ástin vakandi' og heit.
Gnótt er í lífinu' af gæðum
og góður sjómaður veit   að það:
            Er alltaf smuga...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message