Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Það ert þú

Song composer: Rúnar Júlíusson
Lyrics author: Rúnar Júlíusson


Það er vonin í brjóstinu mínu.
Það er von um líf með þér
horfa í augun þín djúp og blá
það er von, það er trú, það ert þú.
Það er söngur í sálinni minni
lítið lag um líf með þér
heyra ástina inni í mér
það er von, það er trú, það ert þú.
Allt er svo unaðslegt
er ég dvel í faðmi þér.
Allt er svo ótrúlega dásamlegt
ég finn ylinn sem streymir frá þér.
Það er birtan af nærveru þinni
það er ljós á minni leið.
Vísar veginn í gegnum minnið
það er von, það er trú, það ert þú.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message