Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Óli rokkari

Lyrics author: Jón Sigurðsson


Áður var svo friðsælt í sveit.
Engan stað á jörðu ég veit
yndislegri henni um vor
aldrei dó þar nokkur úr hor.
Húfu bar þá hreppstjórinn,
hristi pontu oddvitinn með búfé á beit.
Uppi´ í dalnum bjó hann Óli
undir brattri hlíð í skjóli
átti börnin níu og frú,
áttatíu kindur og kú,
lifðu´ á því, sem landið gaf
og flestar nætur fast hann svaf, 
sem frúin hans veit.
Öðru vísi var hann áður,
ekki var þá neinum háður,
hann var þá á hverju balli.
Hann var alltaf hreint á ralli,
kunni´ að dansa hvað sem var
og kreisti fastast dömurnar og kyssti þær heitt.
Óli fór á ball í bæinn,
borgina, sem er við sæinn,
kvaddi með sér kerlu sína,
kvíðafull þá var hún Stína.
Óli vildi ekki stanza,
ólmur vildi bæði dansa rúmbu og rokk.
Eftir þetta rokka alla tíð
Óli gamli´ og Stína ár og síð,
krakkarnir og kýrnar kunna rokk,
kátur galar haninn alltaf rokk.
Hreppstjórinn er húfulaus
og oddvitinn er ekki laus 
við rúmbu og rokk.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message