Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Óli prakkari

Song composer: Árni Ísleifs
Lyrics author: Númi Þorbergsson


Að vera í skóla skylda er
en þangað Óli aldrei fer
af því að hann er alveg upptekinn úti að leika sér.
Hann fer á hjóli út um allt
aldrei finnst honum vera kalt.
Krakkarnir sem að sjá hann fara út
syngja hátt og snjallt:
            Hann Óli, alltaf er á hjóli,
            Óli, er það skóli eða er það skróp?
Og þegar allir eiga frí
og ærslast mörgum leikjum í.
Þá aldrei fær hann Óli að fylgjast með
flestir neita því,
af því að Óli ekkert kann
og forðast alveg kennarann.
Krakkarnir hafa samið lítinn söng
sem að er um hann.
            Hann Óli, alltaf er á hjóli,
            Óli, er það skóli eða er það skróp?



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message