Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Órabelgur

Song composer: Árni Ísleifs
Lyrics author: Númi Þorbergsson


Ég á einn strák sem órabelgur  er
og aldrei vill með stelpum leika sér.
Hann syngur eins og vera ber:
Þegar ég er stór, flugvél vil ég fá
út um allan heim, ferðast henni á
og gaman verður þá.
Í skólanum hann fær sér stundum frí,
en feiminn er að láta vita af því
sér gleymir ærslalátum í.
Segir hann oft þá: Sungið var í dag
söngurinn er mitt, allrabezta fag,
ég lærði fallegt lag.
Oft spyr hann mig, þá á ég stundum bágt.
Og það er von að mér sé svarafátt
hann talar bæði hratt og hátt.
Veiztu af hverju er ekki alltaf bjart?
Veiztu af hverju er fólkið svona margt?
Og sumt af því er svart.
Ég á einn strák sem órabelgur  er
með ærslum leikur sér, sem betur fer,
hann ræður alveg yfir mér.
Þegar hann er stór, það ég á mér finn,
talar hann þá við litla drenginn sinn
sem er nafni minn.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message