Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Konuráð



Ég var áður engum háður;
- fór um landið blankur eða fjáður.
Ég var dáður mörgum konum af,
en var þeim ei háður, ég bara hjá þeim svaf.
En bíðum nú við:  það er svo langt
síðan hætti ég að fiska (flakka).
Gafst upp á að þræða landsins eina hringveg.
Þegar mér var sagt ég ætti fjörutíu krakka,
þá hætti ég, - hætti ég.
Fékk mér vinnu og eiginkvinnu,
(sem hét) Sólveig, kölluð Magga,
en ég kallaði' hana Ninnu.
Og hún vinnur á við heilan her.
Endalaust hún spinnur upp í skuldirnar hjá mér.
Konuráð ég hef þáð,
og í þær hef ég spáð.
Verstu kenjar,
og margar menjar,
hef ég skráð um konuráð.
Eina frú á ég nú.
Eigum við börn og bú.
Langt er síðan,
að föl var blíðan,
hjá öðrum frúm. - Fínum frúm.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message