Í vor, þegar sortanum sviflétt ský |
|
af sólheiði dagsins véku, |
|
og ómþýðar bárur við bjartan sand |
|
|
Í augum hans tendraðist annarleg glóð |
|
og óðara var sem ég fyndi, |
|
að útþrá hans sigra atlot mín |
|
og ástina að lokum mundi. |
|
|
|
Vaggið þið öldur, undur rótt hans fleyi, |
|
|
andvari, ljúfan gef því byr um tröf; |
|
|
lýsið þið stjörnur, leið hans svo hann megi |
|
|
land sinna drauma finna bak við höf. |
|
|
Svo var það einn morgun, ég stóð á strönd |
|
og starði út á djúpið kalda, |
|
er gnoð hans að síðustu sjónum mér hvarf |
|
|
Ég rifjaði upp orð og atlot hans, |
|
en álögum verður ei hrundið, |
|
því hafið á farmanns hug og sál, |
|
þótt hjartað sé konu bundið. |
|
|
|
Vaggið þið öldur, undur rótt hans fleyi, |
|
|
andvari, ljúfan gef því byr um tröf; |
|
|
lýsið þið stjörnur, leið hans svo hann megi |
|
|
land sinna drauma finna bak við höf. |
|