| Góðan daginn, gamla gráa skólahús, |
|
|
menntaveginn gekk ég reyndar aldrei fús |
|
|
Eina glæta daga langa, í tilverunni var, |
|
|
þegar skólabjallann hringdi í frímínúturnar |
|
|
| |
Þar stóð enska, landafræði og íslenska, |
|
| |
danska, franska, leikfimi og latína |
|
| |
Stóðum öll í röð á bak við rimlana |
|
| |
skólasöngur glumdi um alla gangana. |
|
|
|
Misupplagðir, lúnir lærimeistarar, |
|
|
okkur leiddu gegnum kennslustundirnar. |
|
|
Flest við þekktum skammarkrókinn og skulfum lítið eitt, |
|
|
ef við illa lesin kunnum ekki neitt. |
|
|
| |
Svo var tekið próf á miðju vorinu, |
|
| |
vinna mikil til að halda sporinu, |
|
| |
danska, franska, leikfimi og latína |
|
| |
Lærdómurinn tók þá oft á taugina. |
|
|
|
Gamli skólinn genginn er til náða um sinn. |
|
|
Í gamla skólann leitar stundum hugur minn |
|
|
Ef ég gamlar skólaskræður í hirslum mínum finn. |
|
|
Djúpt í huga mínum hringir bjallan inn. |
|