Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Litli fugl

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Lítill söngfugl flýgur hátt
yfir heimsins borgum.
Hann er einn að leita að 
lausn á mannsins sorgum.
Alltof lengi hefur hann
horft á manninn fitla.
Af tómri græðgi á kjánaskap
eitra heiminn litla.
            Fljúgðu fugl minn, fljúgðu hátt,
            ofar öllu eitri.
            Fljúgðu fugl minn, fljúgðu hærra,
            ofar litum regnbogans.
            Fljúgðu fugl minn, fljúgðu hærra
            á meðan heimur stígur trylltan dans.
Lítill söngfugl flýgur hratt
berst gegn niðurlotum.
Hann er að tapa fluginu
með brjóstið fullt af skotum.
Söngfuglinn er orðinn hás
hann veldur fáum tónum.
Hann hefur dapur hallað sér
á fjallið langt frá sjónum.
            Svo, fljúgðu fugl minn...
Litli söngfugl syngdu lag
um von og gleði þína.
Færðu heimi trú og styrk,
láttu ljós þitt skína.
Litli söngfugl lifðu vel,
þú veist hvar ég á heima.
Og ég mun aldrei gleyma því
sem þú baðst mig geyma.
            Fljúgðu fugl minn...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message