Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Eitt sinn

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Eitt sinn, fyrir langa löngu, 
lékstu fyrir mig eiturslöngu, 
sýndir mér flugur og fiðrildi, 
fegurð sem ég hvorki vildi né skildi.
Kóngulær á loðnum löppum 
læðast í draumum hjá ungum köppum. 
Við sögum þínum mér hugur hraus.
Hamingjan er ekki endalaus. 
Þú djöflaðist og dansaðir. 
Ég dæsti og þú ansaðir: 
„Hvað skelfir þig svona, manni minn? 
Mestanpart er þetta alltaf hugurinn.“ 
Þú lést mig sigra þig í sjómanni 
með sæmd, enda besti vinur minn og góður nágranni
Sólargeislar læddust eftir langri götunni, 
lúmskir einsog hesturinn, sem stal úr mjólkurfötunni
Hálfkassabíll í fjarlægð er hluti af óvæntu atvikinu 
svo algjörlega hljóðlaus hann virtist svífa á rykinu. 
Þegar mjaltakonan ástfangna snökti yfir fáránlegri frétt 
sem fyrir hádegi reyndist vera í öllu sönn og rétt; 
að kærastinn hennar og besti vinur minn, já, þú, bóndi á næsta bæ, 
hafðir bundið enda á líf þitt þennan skrýtna morgun í maí. 
Og ég horfði bara uppí himininn. 
Hugsaði um besta vininn minn. 
Mér fundust beljurnar, æðrulausar, mig spyrja með eyrun sperrt, 
spekingslegar og jórtrandi; Hvað heldurðu að þú sért? 
Eitt sinn fyrir langa löngu 
lékstu fyrir mig eiturslöngu, sýndir mér flugur og fiðrildi, 
fegurð sem ég hvorki vildi þá né skildi.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message