Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Norðlendingur

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Ég er norðlendingur og næstum því nær dauða en lífi á landi
með fasta jörð undir fótunum finn ég að eykst minn vandi 
í hjarta mér býr hafsins guð og hafsins guð er andi 
sem bjó mig undir betra puð en að byggja mitt hús á sandi
ég er norðlendingur og næ mér fljótt ef níðingsháttur mig særir
mín heillastjarna um haus mér enn hangir og lán mér færir
framar aldrei særður flý faðmlög þín og hlýju
niðurlagi í sigur sný og söng minn kyrja að nýju
            það er söngur í hafinu söngur í hjarta mér
            það er söngur í skýjunum söngur þar sem ég fer 
            gefðu mér lausann tauminn og þá er ég þinn
ég er norðlendingur og næturhrafn nýt þess að ferðast í skyndi
stari í nóttinni stjörnur á straumnum á móti syndi
allar eru að baki brýr brenndar og einskis virði 
engin maður frelsið flýr fjandinn öll loforðin hirði 
ég er norðlendingur og nærgætinn nægilega kaldur
þykist eiga þúsund fjöll og þyl minn hvíta galdur
ég mældi í augum mannanna merkilega sögu
ég fór af stað og fann´ana hjá farandskáldunum högu
ég er norðlendingur og nærgöngull ég neita að fara að lögum
þrjóskan er ætíð þróttur minn þögn mín er mæld í dögum
í sálinni býr sorgin mín sigrarnir finnast þar líka 
hjartað ratar heim til þín um hálendið okkar ríka  



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message