Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Við Sjöundá

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Við Sjöundá gerðist sagan, sannlega er er landslagið hrátt.
Bergmálar ógnandi brimið, Bjarna og Steinunnar þátt.
Hamingjan er aldrei herfang, né hjartanu sjálfgefin hlíf.
Veturinn eyddi öllu vori og von þeirra um betra líf.
            Hálar skriður innað Skor 
            skammt sinn fengu þetta vor.
            Tætt og rúin öllu trausti, 
            tvístrað líf og bú að hausti.
Vindsúlur dansa hár villtar, sem verðir um hrjóstrugt land.
Stóðu hér Bjarni og Steinunn og störðu á blóðrauðan sand?
Mótaði þrá skýrust mörk í mannverum þessum tveim?
Lugu þau svo deginum ljósar að lygin bar sannleikskeim?
Stóðu hér þögul og störðu, á stundum hverfa öll orð.
Bar að þeim grun um bölvun, brottnám og dóm fyir morð?
Löngun í betra lífleynist í öllum meira en hálf.
Margslungnir erum við menn, meir en við kjósum oft sjálf.
            Við Sjöundá gerðist sagan, 
            hér sit ég við rústirnar.
            Bergmálar ógnandi brimið 
            boð gegnum aldirnar?



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message