Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Spútnik



Yfir tungl og sól, yfir óbyggð ból,
yfir stjörnurnar og mér stendur ekki á sama.
Undir loftsteinum, undir áhrifum,
inn í halastjörnuþoku og þú hampar frægð og frama.
Viltu bera til mín boð, ó, þú bylgjugjafagoð.
Viltu vera eitt og allt, öllum til ánægju.
            Segðu, gervitungl, söguna og sýndu mér heiminn.
            Sjáðu, gervitungl, sæluna, ósigrana.
            Framhjá auga þínu ekkert fer, fylgist þú með mér?
            Þú ert yfir okkur öllum
            og þú veist að ég mun vaka yfir þér.
Gegnum loftin blá, gegnum veðurvá,
gegnum norðurljós og ég sé þig annað slagið
svífa þina leið yfir sælu og neyð.
Já, að ná svo mörgum augum aðeins einu þér er lagið.
Viltu líka leiða mig eins og leitt hefi ég þig.
Viltu vera eitt og allt, öllum til ánægju.
            Segðu, gervitungl...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message