Yfir tungl og sól, yfir óbyggð ból, |
|
yfir stjörnurnar og mér stendur ekki á sama. |
|
Undir loftsteinum, undir áhrifum, |
|
inn í halastjörnuþoku og þú hampar frægð og frama. |
|
Viltu bera til mín boð, ó, þú bylgjugjafagoð. |
|
Viltu vera eitt og allt, öllum til ánægju. |
|
|
|
Segðu, gervitungl, söguna og sýndu mér heiminn. |
|
|
Sjáðu, gervitungl, sæluna, ósigrana. |
|
|
Framhjá auga þínu ekkert fer, fylgist þú með mér? |
|
|
|
og þú veist að ég mun vaka yfir þér. |
|
|
Gegnum loftin blá, gegnum veðurvá, |
|
gegnum norðurljós og ég sé þig annað slagið |
|
svífa þina leið yfir sælu og neyð. |
|
Já, að ná svo mörgum augum aðeins einu þér er lagið. |
|
Viltu líka leiða mig eins og leitt hefi ég þig. |
|
Viltu vera eitt og allt, öllum til ánægju. |
|
|
|