Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Sjómaður upp á hár



Það var einn prúður sjómaður með salt í æðunum
hann sveiflaðist í kaðli í siglutrjánum
eitt var það sem enginn vissi um þennan mæta mann:
hann kunni að hnýta rembihnút með tánum
            Sjómaður já sjómaður já sjómaður upp á hár
            sjómaður já sjómaður
            stundum rauður en aldrei blár
            fremur stuttur með liðað hár
Hann sigldi út um höfin blá með sælubros á vör
og brá sér ei við neitt, það menn vita
nema ef vera skyldi þegar skipshundurinn Þór
var næstum drukknaður í eigin svita
            Sjómaður já sjómaður...
Aldrei sást hann loka báðum augunum í senn
og aldrei tók hann ofan höfuðfatið
og þegar sjórinn fossaði í fúadallinn inn
þá stakk hann bara fingrinum í gatið
            Sjómaður já sjómaður...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message