Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ég hef svo margan



Ég hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um dagana,
heilsu minnar og hreysti saknað,
haft timburmenn et cetera.
Heyrt í mér sjálfum hjartað slá,
hendurnar skolfið eins og strá.
Svo þegar blessað kaffið kemur,
koníak, sykur, rjómi, víf,
þá hverfur allt sem geðið gremur,
þá gefst mér aftur heilsa og líf.
Svona var það og verður enn
um alla drykkju- og kvennamenn.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message