Með krús í hendi ég sat eitt sinn; |
|
þá settist lóa við gluggan minn. |
|
Í hennar augum var háð og spott, |
|
og á hennar nefi var lóuglott. |
|
|
|
Hún söng dirrindí, dirrindirrindí, |
|
|
bara dirrindí, dirrindirridí. |
|
|
En þó hún syngi bara dirrindí, |
|
|
fannst mér vera þó nokkurt vit í því. |
|
|
Hún sagði að heimsins um víðan veg |
|
ekki væri til maður eins og ég, |
|
sem ár og síð lægi leti í |
|
svo að líkast til á ég met í því. |
|
|
|
|
Já, allt til forráttu fann hún mér, |
|
og ég fékk hjá enni þann karakter |
|
ég væri aldeilis auðnulaus |
|
og alveg sérstakur þöngulhaus. |
|
|
|
|
Og hún sagði að ég skyldi skammast mín |
|
og að skyndikonur og brennivín |
|
með stundargaman og dufl og dans |
|
mundu draga mig beint til andskotans. |
|
|
|