| Til fjandans með kallinn, froðusnakkinn þann |
|
|
og fúla pípustertinn hans sem er að drepa mann, |
|
|
því næst er nálgast bryggja, segir Nonni litli bless |
|
|
og æðir þegar upp á land, aftur klár og hress. |
|
|
Í margri dýrri drápu þeir drengir hljóta lof, |
|
sem draga feitan þorskinn upp úr sjó, |
|
en kvæði þessi eru þeim kappa lítil fró, |
|
sem kúrði heila nótt á dekki og spjó. |
|
|
|
Til fjandans með kallinn... |
|
|
En eins og allir vita, er íslenskt sjómannsblóð |
|
ólgandi sem hafið blátt, ójá. |
|
Til innyflanna í Nonna virtist ólgan líka ná, |
|
því öll þau fóru á tæting, ról og stjá. |
|
|
|
Til fjandans með kallinn... |
|
|
Um sjómanns ástarorku efast fólk ei má |
|
en eins og meira að segja Nonni veit, |
|
þeir elska kannski minna í einu uppi í sveit, |
|
en oftast býðst þeim heimasæta feit. |
|
|
|
Til fjandans með kallinn... |
|