Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Skúli fógeti

Song composer: Megas
Lyrics author: Megas


Hver man ekki eftir honum Skúla sem að skaut
skelk í bringu danskra kaupahéðna.
Ómagaþjóðin öll hún lá í eymd, volæði og þraut
og át úr jörðu rót og muru freðna.
Þið munið eftir Skúla sem að skartaði svo flott
og skrekk í brjóstum mangaranna kveikti.
Hann réðist inn í skemmurnar og rak þá alla á brott
og rétti þeirra bök sem höfðu beygt sig
Þeir sögðu að hann væri í glasi þegar hann glettur þessar vann
en guð veit vel það bítta engu kunni.
Þeir voru fullir líka ekki hóti betri en hann
en höfðu auk þess meir á samviskunni.
Spurning nokkur brennur mér í muna og ekkert grín
máske leynist einhver hér svo fróður.
Nú var þessi fógeti víst föðurnefnan þín
í vinaborg en áttu enga móður?



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message